laugardagur, maí 21, 2005

Ég hef aldrei verið sérstakur Júróvisjónaðdáandi. Sérstaklega fór áhuginn niður úr öllu valdi á unglingsárunum svona 1990-1995. Nokkur móment úr keppninni eru mér þó minnistæð. Fyrsta keppnin sem ég man eftir var árið 1985, árið áður en Gleðibankinn tók þátt. Þá var ég að verða sjö ára skvísa og eldheitur aðdáandi ""Bobbysocks" frá Noregi. Þær voru æðislegar, í búningum í skærum litum, hárið spreyjað upp í loft skv. nýjustu tísku og svo var lagið bara frábært. La det svinga hét það (er ekki alveg viss á stafsetningunni)afskaplega hresst lag á norsku með afar grípandi viðlagi. Ég held að júróvisjón áhugi minn hafi aldrei aftur komist í slíkar hæðir og þarna árið '85.

Árið eftir ef ég man rétt, vann hún Sandra Kim frá Belgíu með lag á frönsku. Hún Sandra var held ég bara 14-15 ára og hún var í bleikum "jakkafötum" sem íslenski kynnirinn sagði örugglega að hún hefði fengið á tombólu. Næstu áramót var ég svo dressuð upp í svipuð "jakkaföt", afskaplega gul á lit, sem mamma saumaði. Ég var alsæl og ekki skemmdi fyrir að Heiðrún frænka átti svona blá "jakkaföt" sem tryggði það að þetta væri örugglega í tísku. Sandra Kim var duldið svöl.

Svo man ég eftir einu lagi einhvern tímann fljótlega eftir þetta sem vakti sérlega hrifningu hjá mér. Þetta voru tveir kallar sem sungu afar skemmtilegt lag eða "hubba-hulle lagið". Viðlagið var eitthvað á þessa leið "hubba-hubba-hubba-hulle-hubba-hubba-hubba-hulle-hubbe-hulle-hulle-hubb-ba-ba..." bara æðislegt. Ég held að þeir hafi verið frá Belgíu eins og Sandra.

Síðan þetta hefur leiðin bara legið niður á við.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

svotil 100% viss um að hubba hulle hulle var frá ísrael. fannst það snilldar lag líka :)

3:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

held þetta hafi líka verið eitthvað svona: hubba - hulle - hulle - hubba - hubba - hulle hulle - hubba - hubba - hulle - hulle - hubba - hubba :D annars veit ég ekkert um það :D
Birna
P.s. ég var samt annars ekki þessi þarna sem var að leiðrétta

5:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha, ég man svo vel eftir þessu! :D Við vorum sko alveg flottastar (gott ef ég var ekki líka með sítt að aftan)! :p

8:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home