sunnudagur, maí 22, 2005

Fínni helgi að verða lokið. Hef dvalið í góðu yfirlæti hjá systur minni, mági og Tanusnum auðvitað. Í gærkvöldi var kíkt aðeins á djammið, hef ekki gert það síðan í Danmörkunni. Það rifjaðist vel og vandlega upp hvað ölið er dýrt á Íslandi. Lítið var því um þynnku í morgun sökum nísku og nirfilsháttar míns. En þetta var fínt þó ég hafi á stundum fundið svoldið til hins ört hækkandi aldurs míns.
Á morgun fer ég síðan heim en stoppa stutt því leiðin liggur svo suður á miðvikudaginn.

Hver leiðrétti mig í sambandi við Hulle Hubba lagið góða???

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

suður... ertu þá á leiðinni "heim" til DK?!? Eða hvenær kemuru? Hlakka geðveikt til að þú komir.

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home