Er komin heim eftir suðurferðina. Fór í tvær veislur í föðurfjölskyldunni á föstudag og laugardag, hitti því flesta í Melafjölskyldunni allavega einu sinni þessa helgi. Þetta er undarleg fjölskylda, Melafjölskyldan, kannski ekkert undarlegri en margar aðrar en undarleg samt. Hún samanstendur af þremur bræðrum, Jóni, Jónasi og Sigurði sem allir ólust upp á Melum og ákváðu síðan allir að gerast bændur á þessum títtnefnda stað Melum. Þar ólu þeir síðan upp sín börn með sínum konum, alls 16 stykki. Þessir krakkar sem nú eru flest hver á fimmtugs- og sextugsaldri ólust upp saman og hafa alltaf haldið sambandi, mismiklu auðvitað, en það hefur þó minnkað mikið eftir að þeir bræður hættu búskap einn af öðrum. Ég er svo af þriðju kynslóðinni sem fékk nasaþefinn af þessu öllu í gegnum heimsóknir að Melum.
Það er mikið drama tengt Melum og fjölskyldunni þar í mínum huga í það minnsta. Að hluta til er þetta saga 20. aldarinnar í hnotskurn, flutningar frá dreifbýli í þéttbýli, upplausn gamla sveitasamfélagsins sem hafði staðið nær óbreytt í hundruði ára. Á Melum vildi enginn taka við ættaróðalinu sem hefur verið í eigu ættarinnar síðan ca. 1700. Þetta er líka saga fjölskylduerja, spennu og ósamkomulags. Menn eru tengdir nánum böndum en talast þó ekki við jafnvel svo árum skipti. Hvað nákvæmlega veldur hverju sinni vita fáir eða engir, það er eitthvað gamalt og eitthvað nýtt, eitthvað frá fyrri kynslóðum eða eitthvað vegna þeirra seinni. Ég er líka alltaf að komast að einhverju nýju, eitthvað sem bætir nýju púsli í heildarmyndina en ég veit líka að ég á aldrei eftir að vita alla söguna.
En nú ætla ég að hætta þessari dramatík hér. Það var umfram allt gaman að hitta allt þetta lið núna um helgina, suma hafði ég ekki séð í einhver 10 ár. Ég hegðaði mér líka með eindæmum vel, var góða barnið og lék bílstjóra.
"Kláraði" annars theory kaflann í dag. Á morgun hefst ég handa við problem formulation. Þarf líka að fara panta far til Danmerkurinnar.
Það er mikið drama tengt Melum og fjölskyldunni þar í mínum huga í það minnsta. Að hluta til er þetta saga 20. aldarinnar í hnotskurn, flutningar frá dreifbýli í þéttbýli, upplausn gamla sveitasamfélagsins sem hafði staðið nær óbreytt í hundruði ára. Á Melum vildi enginn taka við ættaróðalinu sem hefur verið í eigu ættarinnar síðan ca. 1700. Þetta er líka saga fjölskylduerja, spennu og ósamkomulags. Menn eru tengdir nánum böndum en talast þó ekki við jafnvel svo árum skipti. Hvað nákvæmlega veldur hverju sinni vita fáir eða engir, það er eitthvað gamalt og eitthvað nýtt, eitthvað frá fyrri kynslóðum eða eitthvað vegna þeirra seinni. Ég er líka alltaf að komast að einhverju nýju, eitthvað sem bætir nýju púsli í heildarmyndina en ég veit líka að ég á aldrei eftir að vita alla söguna.
En nú ætla ég að hætta þessari dramatík hér. Það var umfram allt gaman að hitta allt þetta lið núna um helgina, suma hafði ég ekki séð í einhver 10 ár. Ég hegðaði mér líka með eindæmum vel, var góða barnið og lék bílstjóra.
"Kláraði" annars theory kaflann í dag. Á morgun hefst ég handa við problem formulation. Þarf líka að fara panta far til Danmerkurinnar.
1 Comments:
Það eru nú ekki öll börnin á fimmtugs-, sextugsaldri!!! :o Við þrjú yngstu í pabba fjölskyldu (Sigurðar sem sagt) erum nú bara á sama aldri og barnabörn hinna... ;-)
En takk fyrir síðast, þetta var fjör. Hefði náttúrulega verið meira fjör hefði tekist að plata þig með á djammið. ;-)
Skrifa ummæli
<< Home