sunnudagur, maí 15, 2005

Er búin með dagskammtinn, er byrjuð að skrifa og dagskammturinn er settur á þrjár síður. Vaknaði rúmlega átta í morgun og gat ómögulega sofnað aftur, varð bara að fara niður í námstofu. Kúgaðist svo á leiðinni niður eftir. Jamms, skriftar og verkefnis heilkennið er ekki bundið við Danmörku.
Annars er svoldið skondið hvað vatnsdrykkja mín eykst alltaf gífurlega við skriftir. Þetta tengist þó ekki þorsta mikið eða hollustu. Aðalástæðan er sú að "vatnspása" er alltaf góð afsökun fyrir pásu frá skriftum. Hvort sem það er til þess að fá sér vatn eða losa sig við það.

Ég er farin heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home