fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sumardagurinn fyrsti í dag og það heilsar almennilega þetta árið með sóskini og því sem næst logni. Það frýs ekki saman í þetta skipti sýnist mér á öllu.

Annars nóg að gera þessa dagana. Er að lesa, mismikið þó, og það er komin svoldil mynd á ritgerðina í hausnum á mér. Í maí fljótlega hefjast síðan skriftir. Þar fyrir utan er það bara agalega heilbrigt og gott líferni, gönguferðir, ferðir í ræktina, nokkuð hollt fæði, ekkert áfengi og lítið kók. Jamm, nú er svo komið að ég þori varla að láta mömmu sjá mig með kóla drykk því hún horfir á mann með mjög svo alvörugefnu augnaráði og hristir höfuðið. Kók er nefnilega drykkur djöfulsins. Maður ætlar seint að losna undan áhrifum foreldra sinna. Á morgun gerist ég svo barnapía, ætla að líta eftir þeim systkinum Guðnýju Evu og Ingólfi eina dagstund. Það verður fróðlegt. En nú verð ég að fara, pabbi er að reka á eftir mér. Það er nefnilega opinn dagur í vinnunni hjá mömmu. Ég fæ víst að sjá lifandi fiska og smakka saltfiskrétti og fleira skemmtilegt. Jamm, alltaf nóg að gerast á ströndinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home