Sit hér á Fellsbraut númer eitthvað á ströndinni og hef yfirumsjón með þremur börnum, á áttunda, fjórða og öðru ári. Tíminn líður ótrúlega hratt enda fullt djob að fylgjast með þremur stykkjum. Er meðal annars búin að skipta á einni mjög svo huggulegri kúkableyju. En þetta eru fínir krakkar enda skyldir mér, pabbi þeirra og ég erum systkinabörn.
1 Comments:
Hva, bara verið að pósta fréttum 2 daga í röð! Maður bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þú mátt alveg vera svona dugleg að blogga áfram :) Gott að heyra um heilbrigt líferni - ég reyni líka að vera dugleg en gengur misvel. Hlakka til að fá þig aftur til áló, bíð ógurlega spennt.
Saknaðarkveðjur,
Þórunn (og Helgi biður að heilsa).
Skrifa ummæli
<< Home