miðvikudagur, apríl 06, 2005

Nú þekki ég sko ströndina mína, kom heim í gær í leiðinda gargi. Veðrið er reyndar orðið allt í lagi núna en það er komin smá snjór, meiri en var í Danmörkunni. Greinilegt að maður er komin heim, fer á eftir og gef fuglunum.

Fyrsti viðkomustaður í gær var hjá Beggu enda nennti ég ómögulega að labba heim með draslið í vonda veðrinu. Eyddi dágóðri stund hjá henni og Guðjóni litla sem náði að bræða mig gjörsamlega með góðum skammti af brosum og hjali. Já, það tók ekki langan tíma. Nú er hann ekki lengur eitthvað ungabarn heldur alveg sérstakt ungabarn, komin í fríðan hóp nokkurra slíkra barna. Bráðum fer ég sjálfsagt að segja fólki sögur af afrekum hans eins og hinu guðbarni mínu, Tanusnum.

Í dag var það svo bara vinur minn hann Sieglinde Gstöhl og bókin hans um Noreg, Svíþjóð, Sviss og ESB. Byrjaði að lesa um 9 og var bara að hætta sem mér þykir nú bara nokkuð vel að sér vikið svona þegar maður er að byrja aftur að læra að einhverju viti.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, er þetta ekki orðin góð bloggpása hjá þér? ;-) Maður er orðinn svo góðu vanur, veit maður getur alltaf brosað þegar maður les blogg frá þér! :-)

1:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home