þriðjudagur, mars 22, 2005

Var að lesa að um fjórði hver Dani telur að kona sem er nauðgað beri oft á tíðum einhverja sök á því sjálf. Er of tælandi klædd eða eitthvað álíka. Þetta hlutfall er víst líka hærra meðal kvenna en karla. Það er náttúrulega bara eitthvað að, ótrúlegt að halda slíku fram. Málið er ósköp einfalt, ekkert afsakar þetta athæfi frekar en aðra alvarlega glæpi og allra síst eitthvað sem fórnarlamb glæpsins gerir eða gerir ekki. Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað heima.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home