föstudagur, mars 11, 2005

Var algjörlega út á þekju áðan, tók vitlausan strætó. Tók 12-una í stað tvistsins sem þýddi það að ég varð bara að fara alla leið niður í bæ og taka tvistinn þar. Ég var því um 35 mín. alls í strætó í staðinn fyrir rétt um 5 mín.
Fór nefnilega í skólann til þess að fá útskrift af einkunnunum mínum fyrir lánasjóðinn því nú geta þeir loksins farið að borga mér. Orðin ágætlega blönk alveg enda ekki fengið greiðslu frá LÍN síðan í júní og ekki hafði ég heldur miklar tekjur í sumar. Dropaði líka við hjá Plashcke kallinum vegna ritgerðarinnar. Ég er á to-do listanum hans eða öllu heldur leiðbeinanda mál mín svo maður forðist nú allan misskilning. Hann meira að segja sýndi mér þennan fína lista þessu til staðfestingar. Svo ég verð bara að bíða róleg. Þolinmæði er víst dyggð. Er nú reyndar farin að efast um að ég komist heim á klakann fyrir páska. En það er ekki útséð með það og þá fer ég bara fljótlega eftir hátíðina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home