föstudagur, mars 11, 2005

Smá ættfræði svona á föstudegi. Var að skoða föðurfjölskyldu mína, nánar til tekið systkini ömmu Þóru. Ég þekki það fólk sáralítið og ekki neitt miðað við Melapakkið allavega. Þau voru níu systkinin með ömmmu og foreldrar þeirra hétu Ágúst Frímann Jakobsson og Helga Jónsdóttir. Af þessum níu systkinum nefndu sjö þeirra börn sín eftir öðru þeirra eða báðum. Ágúst fékk semsagt fjóra Ágústa, þar af þrjá sem heita Ágúst Frímann og einn þeirra er alnafni hans. Helga gerir betur, fær sjö Helgur, þar af eina sem heitir Helga seinna nafni og tvær alnöfnur.
Hvað segir þetta mér? Það er í góðu lagi að nefna barn sitt eftir einhverjum jafnvel þótt það hafi verið gert ítrekað áður. Það er annars merkilegt eftir því sem aldurinn færist yfir hvað maður verður íhaldssamur og "leiðinlegur" í þessum efnum. Skítt með öll frumlegheit eða tískusveiflur, börnin mín munu fá nöfn sem hafa einhverja merkingu. Yrði ekki hissa ef enn einn Ágúst eða Helga eða eitthvað álíka liti dagsins ljós einhvern daginn. Einhvern tímann í mjög svo fjarlægri framtíð.

Jamm...það lítur annars út fyrir djamm í kvöld. Planið er að fá sér bjór og kíkja aðeins í götuna.

Eins gott að það komist einhver hreyfing á ritgerðina í næstu viku. Annars er ég vís með að fara að blogga jafnvel enn meira um enn tilgangslausari hluti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home