sunnudagur, mars 27, 2005

Komin heim á ströndina. Ferðalagið gekk bara vel en var eins og venjulega ansi löng, vakti í næstum 40 tíma með smá dósi í vélinni. Fleiri voru þó vakandi þessa nótt og höfðu svo sannarlega engan tíma til þess að láta sér leiðast en Þóra frænka í Horsens eignaðist lítinn strák á miðvikudagsmorguninn.

Páskarnir hafa verið afskaplega ljúfir. Birna, Sindri og Tanja eru hérna og svo er ég náttúrulega búin að fá og sjá og klappa og knúsa tilvonandi guðsyni mínum svoldið. Annars hef ég bara verið mest í því að éta og sofa á milli þess sem maður spókar sig úti í góða veðrinu. Það er reyndar ekki 15 stiga hiti hérna eins og í Danmörkunni en alveg um 10 stiga hiti, sól og blankalogn sem er bara ásættanlegt og rúmlega það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home