fimmtudagur, mars 17, 2005

Fékk borgað í dag frá LÍN loksins sem þýðir að ég get borgað leiguna um mánaðarmótin og auk þess kannski keypt mér eitthvað fallegt. Það er gott. Hef ekkert heyrt í þessum fúlu kennurum í skólanum mínum, sendi mail í dag til áréttingar enda komin næstum vika síðan ég minnti á mig síðast. Heimferð fyrir páska verður því æ óraunhæfari. Það er ekki eins gott.

Hef komist að því að þegar maður eldar eða yfirleitt kaupir inn bara fyrir eina manneskju verður maður eiginlega að hafa svona þema. Ef maður á mikið úrval af matvælum eyðileggst yfirleitt helmingurinn af þeim allavega. Ég hef því tekið upp á því að kaupa lítið í einu og borða það þangað til uppurið að mestu. Í síðustu viku var "kínverskur kjúklingur og hrísgrjón" þema og nú er eggja þema. Já í gær var aðalrétturinn eggjahræra með dönsku fleski, sveppum og papriku og í dag voru það spæld egg á glóðuðu brauði ásamt danskri skinku að sjálfsögðu. Uppistaðan í öðrum máltíðum dagsins er svo mest kornflex og hrökkbrauð sem skemmist nefnilega ekki svo glatt. Spurning hvað næsta þema verður? Búin með pasta þemað, "tilbúnar pizzur" þemað. Og ef heldur áfram sem horfir hvað ætti páska þemað að vera?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home