fimmtudagur, mars 31, 2005

Er komin á gamlar slóðir. Sit á þjóðarbókhlöðunni og mikil heimildaleit stendur fyrir dyrum. Er loksins búin að fá smá comment frá supernum, honum líst ekkert of illa á þetta hjá mér nema að ég ætli að vera hér heima. Segir það vera pirrandi og leiðinlegt að leiðbeina fólki sem er langt í burtu og ætlar víst að reyna að útvega mér nýjan super. Vitleysan virðist því engan endi ætla að taka. Ég reyni samt að fara að ráðum Hildar vinkonu og hætta að pirra mig á þessu. Áðan sendi ég honum mail þar sem ég sagði honum einfaldlega að ég ætlaði að vera hér út maí vegna þess að hér eru heimildirnar en svo kæmi ég til Danmerkurinnar í júní. Hvað kemur út úr því svo verður bara að koma í ljós.

Kom annars í borg óttans í gær og gisti í góðu yfirlæti hjá Hildi og hennar ektamanni. Veit ekki alveg hvað ég ætla að vera lengi, fer heim einhvern tímann í næstu viku. Nú er bara að koma sér í lestrargírinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home