miðvikudagur, mars 09, 2005

Er að hlusta á nýja U2 diskinn í fyrsta skipti eða réttara sagt í fyrsta skipti edrú. Ágætis diskur heyrist mér eins og mig minnti. Þetta hljómaði ekki vel, það er eins og ég sé alltaf drukkin. Einhverra hluta vegna hlusta ég eiginlega bara á tónlist þegar ég kem heim vel hífuð, pissfull semsagt, úr bænum. Leggst upp í rúm með tölvuna og hlusta á eitthvað gott jafnvel í nokkra tíma. Þægilegt að sofna þannig finnst mér. Verra þegar maður fer að kjafta við einhvern á msn í þessu ástandi.
En ef út í það er farið þá hef ég ekki innbyrt jafn mikið magn áfengi á tveimur mánuðum síðan ég var svona ca. tvítug eða í einhver fimm ár. Þetta hefur reyndar verið mjög gaman fyrir utan kannski stöku mistök varðandi hitt kynið eða réttara sagt ein ákveðin mistök. En maður lærir bara af mistökum og ég hef alveg örugglega lært eitthvað í þetta skiptið.

Ætla að hætta þessu áður en ég verð alltof persónuleg. Skrítið annars hvað fólk og þar á meðal ég bloggar um misjafna hluti. Sumir virðast geta sagt allt en aðrir næstum ekki neitt. Allir halda samt einhverju eftir, það er bara misjafnt hvað það er. Ég tala ekki um stráka. Þetta hér að ofan er held ég það næsta sem ég hef komist því. Hins vegar get ég talað um margt annað sem er ekkert minna persónulegt eins og stress, kvíða og vanlíðan hvers konar. Skrítið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home