fimmtudagur, mars 03, 2005

Er búin að vera að rifja upp í dag, lesa um EES, fisk, Noreg og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Las líka verkefnið einu sinni yfir. Virðist ekkert vera svo slæmt, sá engar hryllilegar, afgerandi villur. Helsti veikleikinn er örugglega sá að ég tala lítið um kenningar og mismunandi kenningalegar nálganir. En lítið við því svosem að gera núna.

Get nú svo ekki annað en að minnast á snillinginn hana systur mína. Er gjörsamlega brillera í lögfræðinni fyrir norðan, var að fá 9 í kúrsinum hjá Sigga Lín. Já, litla skoffínið getur sko lært, ekki það að ég hafi nokkurn tímann efast um það.

Matur í kvöld hjá Þórunni og Helga, þau bregðast ekki frekar en fyrri daginn. Gott að komast út úr húsi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home