laugardagur, mars 19, 2005

Er búin að kaupa miða heim i næstu viku. Fékk mail frá supernum og hann getur ekki hitt mig fyrr einhvern tímann eftir páska. Þannig að ég ætla bara að drífa mig heim og treysta á það hægt verði að gera þetta í gegnum netið og síma.

Fór í bæinn með Þórunni i gær, keypti ekki neitt nema hamborgara og einn öl í eftirmiðdaginn. Svo var ædol um kvöldið.

Vaknaði hálfsex í nótt eftir um þriggja tíma svefn við nágranna minn hann Sören. Í þetta skipti var hann þó ekki að gera ljótt enda kærastan farin til Litháen, heldur var einhvers konar eftirpartý í gangi. Engin voðaleg læti en nóg til að halda mér vakandi. Þegar hann og félagarnir fóru svo að horfa á einhvern danskan gamanþátt sem greinilega var mjög fyndinn gafst ég upp og brúkaði eyrnatappa það sem eftir var nætur. Mér finnst ekki gaman að sofa með tappa.

Jæja, best að hætt að þessu slóri, þarf að sinna skyldum mínum í eldhúsinu. Eldhúsvaktin er nefnilega mín þessa vikuna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home