mánudagur, mars 07, 2005

Einhver depurð í gangi í kvöld. Passar ekki alveg þar sem allt gekk vel í dag en svona er þetta nú stundum samt. Ákvað því að taka strætó niður í bæ, fór á Block Buster og tók myndina "Evigt solskin i et pletfrit sind" eller "Eternal sunshine of the spotless mind" på engelsk. Þetta er víst einhver óvenjuleg, dapurleg ástarsaga sem á einkar vel við sinnið mitt núna. En fyrst ætla ég að horfa á Lost á TV Danmark. Ég fer þá bara seint að sofa. Ég veit hvort eð er ekki hvað ég ætla að gera á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home