mánudagur, mars 21, 2005

Einhver beygur í mér. Skrítið að vera að fara heim en vera bara svona la, la spennt yfir því. Held að það sé þetta langa ferðalag, sérstaklega lestarferðin og biðin á Kastrup. Ekki bætir það heldur að vera ein á ferð. En þetta er jú mitt val og það verður frábært að hitta alla heima. Málið er bara að ég er svo fjandi leiðinleg finnst mér þegar ég er búin að vaka í meira en sólarhring. Það er nú samt mikil bót í máli að Begga kemur og sækir mig í Keflavík. Hún og stubburinn koma nefnilega suður til að ná í pabbann sem einmitt kemur frá Ameríkunni eldsnemma á miðvikudagsmorgunn. Þessi elska ætlar staldra við eftir mér svo ég geti fengið far á ströndina.

Rétt drullaðist á bókasafnið í morgunn til að skila öllum bókunum sem ég var búin að sanka að mér. Fór ekki af stað fyrr en rúmlega 11 þegar ég var búin að fullvissa mig um að það væri engin leið til þess að fresta þessu til morgundagsins. Verst að það er ekki hægt að taka master í leti og ómennsku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home