Dauði og djöfull, hvað er eiginlega málið með þetta veður??? Ég mótmæli harðlega. Hér hefur verið hvítt yfir í einhverjar tvær vikur og í dag er slydduógeð og stöku skafrenningur. Eins og þetta sé ekki nóg þá sýnist mér ég vera að fylgja í fótspor Þórunnar og sé að fá einhverja pest. En til að drukkna ekki alveg í neikvæðninni hérna þá las ég slatta í dag og er held ég komin með efni fyrir presentation. Það get ég þakkað Dóra og félugum í Framsókn sem héldu flokksþing sitt um síðustu helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home