föstudagur, desember 17, 2004

Síðasti dagurinn í vinnunni. Heim á morgun. Talsverður tregi í gangi. "Jóladrykkur" hér í vinnunni í gær, kalla þetta ekki glögg því það var ekkert glögg. Það var ágætt því sem betur fer hafði Hulda boðið Ágústi svo ég hafði einhvern við að tala á ástkæra ylhýra. Ég á "bara" eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og þrífa herbergið mitt. Þessu ætla ég að redda í kvöld og fyrramálið því flugið er ekki fyrr en eftir hádegi. Svo er það bara heja Norge. Flugið verður reyndar dásamlega stutt og þægilegt, engar langar lestarferðir eða margra klst. bið á flugvelli. Birna og pabbi ætla svo að sækja mig í Leifsstöð og það sem meira er þá ætla Birna og Sindri og Tanja náttúrulega að vera heima á ströndinni yfir jólin. Það er bara frábært. Það verður eins og alltaf æðislegt að koma heim. Verst bara hvað er kalt á Fróni þessa dagana.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð heim skvís ;)
Sjáumst vonandi á klakanum um jólin!
Kveðja, Þóra í Århus.

9:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home