Síðasta blogg frá Osló. Ég er búin að pakka niður og bara alveg tilbúin fyrir utan það að ég á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir. En ég geri það sem ég get á eftir og hitt verður bara að mæta afgangi. Allar áætlanir eru reyndar að breytast, Birna kemur líklega ekki suður að sækja mig en í staðinn ætlar mamma að splæsa á mig flugi á sunnudaginn norður á Sauðárkrók. Það er sko dekrað við mann, ekkert fjandans rútukjaftæði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home