sunnudagur, desember 12, 2004

Leið mín lá í hús Mammons eftir hádegi í dag eða Oslo City sem verslunarmiðstöð hérna rétt hjá. Ætlunin var að versla nokkrar jólagjafir en ég endaði með tvennar buxur á sjálfa mig, afskaplega vel að verki staðið verð ég að segja. Þannig að ég verða fara aftur seinna í vikunni því ég vil nú helst ljúka þessu af hér í Norge. Annars er bara endalaus lestur þessa helgina, er að rúlla upp nýju bókinni hans Baldurs Þórhallssonar um Ísland og ESB. Líklega næ ég að eiga bara eftir um 100 bls. lestur þegar ég kem heim og þessar bls. (reyndar sex en ekki fjórar) sem ég þarf að skrifa um internshipið. Það ætti svosem ekki að vera mikið mál, ef maður kæmist í stuð væri auðveldlega hægt að hespa því af á einum degi.

Og í sambandi við fríu símtölin þá er þetta eitthvað í gegnum breiðband. Veit ekki nógu mikið um þetta. Maður borgar bara eitthvað ákveðið á mánuði, einhvern 2000 kall, og þá getur maður legið í símanum til útlanda. Veit svosem ekki hvað innanlandssímtölin kosta ef eitthvað enda hringi ég ekki svo mikið hér innanlands.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home