þriðjudagur, desember 07, 2004

Í kvöld er jóladinner fastanefndarinnar. Snæddur verður fjögura rétta kvöldverður á veitingahúsinu Le Canard hér í Oslóborg. Á matseðlinum er m.a. humar frá vesturlandinu grillaður í skelinni með estrógonsméri og chayennepipar. Hann verður framreiddur í appelsínubrasaðri (appelsinbraisert) fenníku (fennikel) og kóralkremi (korallkrem). Sjálfsagt voða gott. Sá réttur sem veldur þó mestri eftirvæntingu hjá mér er hreindýrakjötið, "Rendyr fra Röros, filet og larplomme stekes með timian serveres með cognacglaseret willaimspære, mandelpoteter smaksatt með pancetta steinsoppsjy". Veit einhver annars hvað vilhjálmspera er? Eða pancetta steinsoppsjy?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home