þriðjudagur, desember 21, 2004

Komin heim á ströndina og búin að liggja í leti í tvo daga. Það eina sem geri eiginlega er að borða og sofa, mikið. Á morgun þarf ég þó að hafa mig á fætur fyrir allar aldir og mæta í klippingu. Ég þarf líka að skrifa og senda jólakort, pakka inn gjöfum, skrifa mail til kennarns míns og skrifa. Ég hef því í rauninni nóg að gera. Í dag reyndar hjálpaði ég pabba að þvo gluggana að utan og svo bakaði ég pizzu.

Djöfull sem það er annars vindasamt hérna. Maður finnur svo sannarlega fyrir því þegar maður kemur úr hægviðrinu í Osló. Ég held að ég sé óþolandi þessa dagana, alltaf að tala um Norge og Osló. En svona er það bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home