laugardagur, desember 11, 2004

Kannski spurning um að fara að gera eitthvað. Er ekki að nenna að skrifa þessar aumu fjórar bls. fyrir skólann um veru mína hér í Norge. Á morgun er það svo jólagjafaleiðangur, bara vika í heimferð. Talaði við fjölskylduna í svona 2-3 tíma í gærkvöldi m.a. við hann föður minn í fyrsta skipti síðan ég fór út eða í þrjá mánuði. Ástæðan fyrir þessu málæði er ekki heimþrá enda hefur hennar nær ekkert orðið vart þetta misserið heldur frí símtöl til útlanda. Já, nú get ég hringt hvert sem er innan Evrópu og Bandaríkjanna án þess að blæða. Birna og fjölskylda ætlar líklegast bara að skella sér suður og sækja mig í Leifsstöð. Afskaplega vel þegið. Hinn aðal tilgangur ferðarinnar er að heimsækja afa og ömmu, þau hafa ekki séð Tanusinn í ár eða svo sem er náttúrulega bara mannréttindabrot.

Það er einn sem ég á ekki eftir að sakna þegar ég fer héðan, kötturinn Sambucka. Fyrir utan þetta venjulega, helvítis kattarhárin og skítinn og hlandið, þá er hann alltof kelinn fyrir minn smekk. Ég má ekki sitja fram í stofu án þess að kvikindið komi og leggist ofan á mig, setji loppurnar um hálsinn á mér og reyni að sleikja á mér andlitið. Ekki beint aðlaðandi finnst mér. Ég kýs frekar karldýr minnar eigin tegundar og þeir verða fyrst að fá leyfi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís! Hvernig ferðu að því að hringja frítt? Er svo afskaplega forvitin :) Hlakka til að fá þig í álaborgina eftir áramót. Þórunn.

8:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara svona að leiðrétta, þá fórum við víst til Hveragerðis í sumar og fórum þá til ömmu og afa, var bara búin að gleyma því í smá stund. Þannig að þetta er ekki alveg ár :D The Blair

2:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home