Hlusta oft á rás 2 í vinnunni. Oftast fínt en sumt er nú bara ekki hægt að hlusta á. Nú eru t.d. hinir svokölluðu "kótelettukarlar" að tjá sig eitthvað um megrunina sem þeir eru í, alveg einstaklega óáhugavert. Ég meina hverjum er ekki sama um hvað mörg kíló einhverjir tveir karlar hafa misst síðustu vikuna. Gott fyrir þá náttúrulega en varla útvarpsefni. Tek þann kost frekar að slökkva í bili og hlusta frekar hljóðið í ryksugunni hérna frammi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home