Gvvööð minn góður hvað ég var að lesa leiðinlega grein. Hann Gunnar ekki vinur minn Grendstad fær engar stjörnur, bara prump og ekkert annað.
Það var annars fínt í dinnernum í gær. Maturinn var góður og vínið líka. Mesta athygli mína vöktu þó aðrir þættir eins og veitingahúsið sjálft og starfsfólkið. Þetta var í svona gömlu, rosalega flottu húsi og við sátum í vínkjallaranum, já, vínflöskum staflað upp við alla veggi, sannkallað helvíti (eða himnaríki) alkans. Borðbúnaðurinn var líka allur mjög massívur, ég held að undirdiskurinn (eða hvað hann heitir diskurinn sem er allan tímann á borðinu fyrir framan mann og hinir diskarnir eru alltaf settir ofan á) hafi verið svona allavega kíló á þyngd. Þjónarnir héldu síðan tölu í hvert skipti sem nýr réttur birtist á borðum og ekki mátti maður fara á klósettið án þess að munnþurrkan væri brotin saman og svo lögð með tilþrifum aftur í kjöltuna á manni þegar maður settist aftur við borðið. Þeir sem þekkja mig geta rétt ímyndað sér svipinn á mér þegar ókunnugur maðurinn tók í fyrsta skipti upp á því að fara að leggja einhvern klút ofan á lærin á mér bara sisvona. Sendiherrann hélt líka afskaplega fallega tölu um okkur starfsnemana sem erum að hætta og við fengum svo gjafabréf í bókabúð hér í borg.
Ég er reyndar farin að hallast að því að ég verði bara að henda slatta af gömlum fötum og svona því annars endi ég með að borga hellings yfirvigt við heimkomuna. Þarf að koma fyrir einhverjum bókum og blaðabunkum ásamt jólagjöfum. Fötin verða því greinilega bara að fjúka. Sem minnir mig á það, 10 dagar í dag í Íslandsför. Æ, það verður nú ljúft að koma heim.
Það var annars fínt í dinnernum í gær. Maturinn var góður og vínið líka. Mesta athygli mína vöktu þó aðrir þættir eins og veitingahúsið sjálft og starfsfólkið. Þetta var í svona gömlu, rosalega flottu húsi og við sátum í vínkjallaranum, já, vínflöskum staflað upp við alla veggi, sannkallað helvíti (eða himnaríki) alkans. Borðbúnaðurinn var líka allur mjög massívur, ég held að undirdiskurinn (eða hvað hann heitir diskurinn sem er allan tímann á borðinu fyrir framan mann og hinir diskarnir eru alltaf settir ofan á) hafi verið svona allavega kíló á þyngd. Þjónarnir héldu síðan tölu í hvert skipti sem nýr réttur birtist á borðum og ekki mátti maður fara á klósettið án þess að munnþurrkan væri brotin saman og svo lögð með tilþrifum aftur í kjöltuna á manni þegar maður settist aftur við borðið. Þeir sem þekkja mig geta rétt ímyndað sér svipinn á mér þegar ókunnugur maðurinn tók í fyrsta skipti upp á því að fara að leggja einhvern klút ofan á lærin á mér bara sisvona. Sendiherrann hélt líka afskaplega fallega tölu um okkur starfsnemana sem erum að hætta og við fengum svo gjafabréf í bókabúð hér í borg.
Ég er reyndar farin að hallast að því að ég verði bara að henda slatta af gömlum fötum og svona því annars endi ég með að borga hellings yfirvigt við heimkomuna. Þarf að koma fyrir einhverjum bókum og blaðabunkum ásamt jólagjöfum. Fötin verða því greinilega bara að fjúka. Sem minnir mig á það, 10 dagar í dag í Íslandsför. Æ, það verður nú ljúft að koma heim.
1 Comments:
En hvernig var hreindýraketið kona??!!!
The respectful Blair
Skrifa ummæli
<< Home