Í gærkvöldi var steðjað í smá teiti á hið nýja heimili Carmenar (kærustu Kamrans meðleigjanda míns). Rétt fyrir þrjú var svo ákveðið að drífa sig út og var það hann Carlton frá New York sem ákvað hvert skyldi haldið. Við enduðum í einhverjum soul og fönk klúbb. Mér leið eins og ég væri komin inn í sjöunda áratuginn, það vantaði bara afróið. Fólkið á staðnum var líka margt furðulega klætt, stelpur sem litu út eins og Twiggy og strákar með bítlahár. Ég hef líka aldrei séð stráka dansa eins þeir gerðu þarna. Fæturnar á þeim sumum beygðust og bognuðu á einhvern undarlegan hátt svo ég varð virkilega að passa mig á að benda ekki á þá og skella upp úr. Flestir ef ekki allir karlmenn sem ég þekki myndu aldrei, aldrei nokkrun tímann, framkvæma slíkar fótahreyfingar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home