Ég verð alltaf depressed þegar ég skoða fasteignaauglýsingar blaðanna. Ef ég ætti nefnilega að haga mér skv. formúlunni þá ætti ég næsta sumar að loknu námi í útlandinu að fá mér vinnu og kaupa íbúð. Verst er að íbúðir, í Reykjavík þ.e., eru ógeðslega dýrar og fara alltaf hækkandi. Ég yrði líka að geta borgað þetta bara af mínum tekjum þar sem enginn ektamaður er til staðar eða í augsýn. Það er þá spurning hvort ég eigi nokkuð að vera að þessu. Hvort ég eigi ekki bara að standa upp eins og alki á AA-fundi og segja já, ég er 26 ára kona, einhleyp, barnlaus og eignalaus og mig langar bara ekkert til þess að breyta því. Jafnvel bæta því við að ég ætli ekki einu sinni að gerast nýtur þjóðfélagsþegn og greiða skuld mína við samfélagið með því að fara út á vinnumarkaðinn heldur ætli ég barasta að halda áfram að læra. Já, það er nýjasta hugdettan. Að gefa bara skít í þetta allt saman og fara í einn skólann enn og halda áfram að vera fátækur námsmaður og safna skuldum. Á maður annars ekki að gera það sem maður gerir best.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home