Fór upp í fjall með Huldu og Ágústi í gær þar sem við renndum okkur á sleðum. Þetta voru svona þungir járnsleðar sem maður leigir og rennir sér síðan í gamalli bobbsleðabraut síðan á Ólympíuleikunum í Osló sem voru einhvern tímann frekar snemma held ég á síðustu öld. Salibunan tekur svona 10-15 mín. og svo tekur maður bara lestina upp eftir aftur. Afskaplega sniðugt system. Þetta var bara frábært, að renna sér í myrkrinu á upplýstri brautinni milli hæstu grenitrjá sem ég hef séð á ævinni og fá snjógusurnar öðruhverju yfir sig eins og þegar maður var krakki. Ég náði líka bara nokkuð góðu valdi á þessu þó ég segi sjálf frá, var allavega alltaf á undan sumum niður. Það var afskaplega gott að koma svo heim og fara í heita sturtu því ég var orðin ansi blaut og svoldið köld og bakið er ekki alveg sátt við meðferðina enda brautin orðin ansi holótt undir lokin. En hverjum er ekki sama.
1 Comments:
búúúúúhúhúhúhúhúhú....sniff...sniff....af hverju var ég ekki með...búhúhúhú
Heartbroken...utterly heartbroken
The Heartbroken, Respectful Mr. Underwood
Skrifa ummæli
<< Home