Fór í klippingu kl. 10 í morgun í þessu líka fína veðri. Tíu mínútum seinna var hann skollinn saman og rúmlega tólf þurfti ég að keyra heim í fljúgandi hálku og blindu. Gekk svosem ágætlega þangað til í brekkunni hérna í götunni minni þar sem alltaf kemur snjór um leið og ég á að vita það en ég ákvað nú samt að reyna og festi mig náttúrulega. Sindri þurfti að kyppa mér upp á jeppanum og ég var orðin ansi blaut og köld þegar ég kom heim enda bara í gallabuxum og flíspeysu. En hárið á mér er allavega svaka fínt.
Við systurnar tókum okkur líka til og bökuðum smákökur í dag og ég ákvað að rækta aðeins guðmóðurhlutverk mitt og las vísurnar um Grýlu, jólasveinanna og jólaköttinn eftir Jóhannes úr Kötlum fyrir Tanusinn. Þessar vísur teljast kannski ekki til hefðbundins trúarlegrar fræðslu en ég tel ekki síður skyldu mína að fræða barnið um íslenska þjóðtrú og menningu en Jesú og félaga. Einhverra hluta vegna er hún sannfærð um að Grýla sé karl og hef ég eytt töluverðu púðri í að leiðrétta þennan leiða misskilning. Ég dreg heldur ekkert undan í því að bæði Grýla og kisan éti börn að ákveðnu tilefni. Er það kannski alveg hræðilegt á þessum síðustu og verstu? Er ég kannski að valda barninu óbætanlegu tjóni á sálinni? Úff, það vona ég sannarlega ekki.
Við systurnar tókum okkur líka til og bökuðum smákökur í dag og ég ákvað að rækta aðeins guðmóðurhlutverk mitt og las vísurnar um Grýlu, jólasveinanna og jólaköttinn eftir Jóhannes úr Kötlum fyrir Tanusinn. Þessar vísur teljast kannski ekki til hefðbundins trúarlegrar fræðslu en ég tel ekki síður skyldu mína að fræða barnið um íslenska þjóðtrú og menningu en Jesú og félaga. Einhverra hluta vegna er hún sannfærð um að Grýla sé karl og hef ég eytt töluverðu púðri í að leiðrétta þennan leiða misskilning. Ég dreg heldur ekkert undan í því að bæði Grýla og kisan éti börn að ákveðnu tilefni. Er það kannski alveg hræðilegt á þessum síðustu og verstu? Er ég kannski að valda barninu óbætanlegu tjóni á sálinni? Úff, það vona ég sannarlega ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home