Undanfarna daga og nætur hef ég legið undir feldi og íhugað hvort ég ætti að biðjast afsökunar í þátttöku minni verðsamráði olíufélaganna. Ég vann nú um tveggja mánaða skeið sem bensíntittur í Brú í Hrútafirði sumarið '96 og þar seldi ég Esso bensín í gríð og erg. Ég verð þó að segja mér til málsbóta eins og Þórólfur að ég hafði enga hugmynd um hversu víðfemt samstarfið var, reyndar vissi ég bara alls ekkert um það. Ég hef því ákveðið að biðjast ekki opinberlegrar afsökunnar að sinni en mun vissulega svara öllum spurningum er varða störf mín þetta sumar ef eftir því verður leitað.
Virðingarfyllst,
Þóra Ágústsdóttir
Virðingarfyllst,
Þóra Ágústsdóttir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home