sunnudagur, nóvember 07, 2004

Nóvember, ég hata nóvember. Leiðinlegasti mánuður ársins. Ég kem mér ekki til að gera neitt, það er alltaf dimmt, engin jólaljós og ég vil helst bara sofa. Neikvæðnin drýpur af hverju strái. Í dag semsagt gerði ég ekki neitt. Ég ætlaði á bókasafnið en frestaði því, ætlaði þá í staðinn að lesa allavega en kom mér ekki að því heldur. Endaði á því að gera andskotann ekki neitt. Verð að lesa á morgun og þrífa svoldið líka. Fjandinn.

Ekki bætir það nú heldur geðið að kaninn, eða hluti þeirra allavega, hefur kosið yfir sig runnann aftur. Fjögur ár í viðbót fær þessi vitleysingur að gera það sem hann vill sem valdamesti maður heims. Það er hægt að gera mikinn óskunda á fjórum árum og hver veit nema hann nái að toppa síðustu fjögur.

Arrrrg...

Enda samt á smá gleði hérna. Frétti á kommentakerfinu að Heiðrún frænka væri orðin föðursystir aftur og ég þá í leiðinni búin að eignast nýjan þremening. Alltaf gaman, til hamingju öll Sigga-"á-Melum"-fjölskylda. (Þetta var svoldið erfitt, gat ekki sagt Sigga-frænda-fjölskylda því það væri Siggi bróðir hennar mömmu og Siggi afabróðir hljómar asnalega en Sigginn sem ég er að tala um býr ekki lengur á Melum en samt segir maður alltaf og hefur alltaf sagt Siggi á Melum alveg eins og afi á Melum. Fjandinn að ég fari að segja afi í Reykjavík eða afi í Bólstaðarhlíðinni eða Siggi í Reykjavík, hljómar alveg út í hött, eða Siggi í ... veit ekki alveg hvar þau búa í Reykjavíkinni. Svo að Siggi á Melum er það. Ég er virkilega að skrifa þetta. Greinilegt að ég hef ekki gert neitt að viti í dag.)


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, ég skil alveg hvað þú meinar. Ég tala líka alltaf um Jón og Jónas frá Melum. Annað virkar hreinlega ekki!

Ég er búin að sjá frænda og hann er svoooo sætur! :-)

Kær kveðja,
Heiðrún Sig.

9:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home