Nenni ekki að lesa meira í kvöld. Er búin að vera að lesa níðþunga grein um post-structuralisma og discourse analysis, heilinn þarf bara frí. Fór í fyrsta skipti í Vinmonopoliet, Ríki þeirra Norðmanna, og keypti mér hvítvínsflösku. Þetta líktist nú meira ferð á pósthúsið heldur en verslunarferð. Ég tók miða og beið svo eftir að mitt númer birtist á skjánum og þurfti svo að segja afgreiðslukonunni hvað ég vildi. Sem betur fer sá ég einhvern kaupa hvítvín sem ég kannaðist við og gat því nefnt einhverja tegund. Alltaf skemmtilegt að versla svona yfir borðið. Ástæðan fyrir þessum áfengiskaupum er teiti hjá Huldu annað kvöld. Reyndar var mér líka boðið í afmæli í Moss (held að það heiti það) til hennar Línu vinkonu Kamrans. Teitið hjá Huldur hafði meira aðdráttarafl. Svona er maður nú vinsæll á þessum síðustu og verstu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home