miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Í kvöld er stefnan tekin á Café Frölich í Drammenstrate þar sem hlustað verður á klassíska tónlist og jafnvel drukkinn einn kaldur. Annars er skítakuldi hér í Norge, komið frost. Og skv. mogganum þá spáir víst stormi í nótt og morgun í Skandinavíu og Osló er víst þar. Það lítur því út fyrir að á morgun lúti ég loks, eftir hetjulega baráttu, í lægra haldi fyrir Kára og klæðist úlpu á leiðinni í vinnuna.

Ása og Linda María eru líka að koma í heimsókn til mín frá Köben um helgina. Vonandi verður þetta veður afstaðið þá. Það verður því eitthvað lítið úr lestri næstu daga og á morgun er bara mánuður þanngað til ég fer heim. Ó, mæ god, ég var bara að koma.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eins og þú ert örugglega búin að heyra þá er allt á kafi í snjó hér, léttskýjað (sól) og SKÍTAKULDI! Í morgun var 14 gráðu frost! :S Birrrrr....
Kveðja, Heiðrún.

1:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home