mánudagur, nóvember 22, 2004

Er eiginlega bara þreyttari eftir helgina en ég var fyrir hana. Það munar nefnilega um það hafa barn á heimilinu sem vaknar jafnvel með öskrum og látum kl. rúmlega sex á morgnanna. Helgin var annars ágæt, búðarráp á laugardaginn og í gær var haldið upp fjöllin eða hæðirnar hérna við Osló til þess að fá nasaþef af hinni miklu útiveru menningu þeirra Norðmanna. Ása og Linda fara svo í fyrramálið og fæ aftur yndislegan, barnlausan frið og ró.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home