sunnudagur, október 17, 2004

Tvö teiti í gærkvöldi. Fyrst var það farwell partý hjá Domenico vinnufélaga mínum sem er að fara aftur heim til Napólí núna í vikunni. Svo var það seinbúið afmælisteiti Kamrans hérna heima. Partýið hjá Kamrans var dulduð furðulegt eða öllu heldur gestirnir. Ég hugsa að meðalþyngd kvennanna hér í gærkvöldi hafi verið svona um 100 kíló. Það var held ég ein stelpa grennri en ég og ég er nú ágætlega í holdum og reyndar rúmlega það. En ég skemmti mér ágætlega og Kamran líka. Virtist ekkert vera að há honum að "kærastan" er í London. Ekki við eina fjölina felldur blessaður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home