föstudagur, október 01, 2004

Norge, eða öllu heldur Osló, er held ég bara hin fínasta borg. Fór á háskólabókasafnið í morgun og það er miklu flottara en bókasafnið í skólanum mínum í Álaborg. Norðmenn virðast vera líkari okkur í byggingamálum heldur en Dönum. Danirnir rumpa bara upp einhverjum ferköntuðum múrsteinavölundarhúsum á einni hæð meðan Norsararnir byggja margra hæða glerhýsi. Eitthvað verða þeir reyndar að eyða olíugróðanum í. Elska líka trjágöngin sem ég labba í gegnum á hverjum degi á leiðinni úr vinnunni, sérdeilis útlandalegt. Í dag sá ég líka að það er búið að setja upp svona kiljubúð rétt hjá vinnunni. Búðin selur semsagt ekkert nema kiljur á norsku og ensku. Til að mynda sá ég bækur eftir Dan Brown sem skrifaði Da Vinci lykilinn. Var næstum búin að kaupa eina en ákvað að bíða með það, þessa helgina á að lesa um fiskveiðstefnu Íslands versus ESB nefnilega.

Og elsku Blair, takk kærlega fyrir að láta mig vita. Ég fer strax í kvöld út á leigu og bið um þessa Malibu ræmu. Það væri ágætt ef þú létir mig framvegis vita þegar út koma nýjar myndir með þínu fagra fési, helst fyrirfram ef hægt væri.
Þinn aðdáandi númer 1, 2 og líka 3
mrs. Sherry Stringfield

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home