þriðjudagur, október 05, 2004

Nú hef ég komið til allra norrænu landanna nema Færeyja. Í kvöld fór ég nefnilega í teiti í finnska sendiráðið hér í borg sem tæknilega er á finnskri grundu. Finnsku traineearnir tóku það upp hjá sjálfum sér að senda mail á öll sendiráðin í Osló og bjóða liðinu í heimsókn til þess að kynnast aðeins og svona. Veitt var vel af víni og mat og að sjálfsögðu bauðst fólki að fara í sauna. Þetta var semsagt bara mjög fínt og gaman að hitta fólk sem er í sömu sporum og maður sjálfur.

Á bæði sunnudags- og mánudagskvöld var farið í bíó. Reyndar í seinna skiptið vegna þess að Hulda fékk frímiða á frumsýningu á myndina Wimbleton. Alveg ágætis feel good mynd bara. Á leiðinni heim benti hún mér á gleðikonurnar sem stóðu á götuhornunum en bíóið er víst við eina aðal götuna í þeim bisnes. Ég hefði aldrei fattað þetta sjálf enda bara saklaus sveitastúlka.

Í dag eru fimm ár síðan afi á Jaðri dó. Ég sakna hans stundum.

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Hi,
Do you read/write English?
Visit us here to see why I'm asking.
http://timeintelaviv.blogspot.com/teamforum/2004/10/call-to-open-arms.html

I'm a published writer of Hebrew literature.

9:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home