Ákveðin angurværð yfir mér í kvöld. Slökkti bara á sjónvarpinu um átta leytið og er búin að vera að hlusta á tónlist og láta hugann reika síðan. Var reyndar sæmilega dugleg í dag eftir að ég vaknaði um hádegið, leitaði að lesefni í nokkra tíma og er núna komin með rúmar 900 bls. af þessum 1000. Þá á bara eftir að lesa þær. Verð víst að fara að byrja á þessu svo að ég nái að klára fyrir jól. Sigur rós á "fóninum", angurværðin verður held ég ekki öllu meiri. Hef annars ekki grátið og varla tárast núna í nokkrar vikur. Kann varla á þetta jafnvægi. En nóvember fer að renna upp sem löngum hefur reynst geðslagi mínu erfiður í skauti.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home