þriðjudagur, október 26, 2004

Kominn tími á smá nöldur. Í fyrsta skipti í dag var ekkert sérstaklega gaman í vinnunni, var eitthvað voða eirðarlaus og bara ekki að nenna þessu. Kom svo við á bókasafninu á leiðinni heim og villtist á leiðinni þaðan, kom að því að ég villtist í Osló. Þetta þýddi að ég var einhvern extra hálftíma allavega úti í rigningunni. Það var afskaplega gott að fara í heita sturtu áðan. Svo eru laufblöðin farin að falla af trjánum alveg í hrönnum. Smalgangen er þakin laufblöðum sem verða svo afskaplega hál í rigningunni. Alveg stórhættulegt náttúrulega.

Það er gott að tuða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home