sunnudagur, október 31, 2004

Klukkan orðin 2 í annað skipti í nótt. Skrítin þessi venja að skipta á milli vetrar og sumartíma. Það verður þá ekki eins dimmt að vakna á mánudagsmorguninn en að sama skapi verður óvenju dimmt þegar ég fer heim úr vinnunni. Maður ætti nú að prófa að djamma einhvern tímann þessa nótt, extra klukkutími og allt það. Heba bauð mér reyndar í eitthvað teiti og sendi ítrekuð sms en ég nennti ekki. Fór út um síðustu helgi og ætla að vera dugleg að lesa á morgunn. Las reyndar alveg einhverjar 70 síður í dag.

Talaði við mömmu í dag á msninu. Birna og Tanusinn eru heima. Mamma var að segja mér frá því hvað hún er stillt og prúð blessunin. Ég er farin að sakna hennar dáldið mikið, mest allra held ég. Það er svo gaman að koma heim og sjá stökkið sem hún hefur tekið í þroska þessa mánuði sem ég hef verið í burtu. Er farin að hugsa um jólagjafir, hef fengið nokkrar góðar hugmyndir.

Nú fer ég að sofa.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ. Mér fannst bara nauðsynlegt að leiðrétta nafn barnins, þú verður nú að vera með þetta á hreinu sem tilvonandi frænka og fleira. "Diaquoi" - er rétt stafsetning mín kæra.
Kveðja frá Sröndinni góðu

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home