fimmtudagur, október 14, 2004

Kampavín og kökur í vinnunni í dag, "birthday celebrations" fyrir mig og hana Solveig. Duldið fyndið að láta fólk syngja fyrir sig norskan afmælissöng og skála fyrir sér í kampavíni. Ég verð annars að fara að læra fleiri tungumál, allavega læra þau betur sem ég kann eitthvað í. Í þessu litla teiti var töluð enska, norska, sænska, franska og þýska og við Hulda höfum sjálfsagt sagt eitthvað á íslenskunni. Ég skil norskuna svona að mestu og smá í þýsku en get ekki talað að neinu viti. Og ég skil ekki staf í frönsku. Þetta verður næsta verkefni eftir að þessum blessaða master er lokið.

Annars var ég hálfléleg í dag, fór meira að segja snemma heim úr vinnunni. Ég tek samt ekki í mál að verða veik núna, til þess er bara allof mikið að gera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home