föstudagur, október 15, 2004

Ég er einn þeirra 6000 Íslendinga sem tekið hefur þátt í kosningu um þjóðarblómið, ó, sei, sei, já. Ég raðaði blómunum 6 samviskusamlega í röð eftir fegurð og fönguleika. Geldingahnappurinn fékk 1. sætið og Gleym-mér-ei er númer 2. Þetta er þó fyrst og fremst tilfinningalegt val þar sem þessi blóm vaxa í höfðanum heima sem er nota bene einn fallegasti staður á Íslandi ef ekki heiminum öllu svei mér þá.

Nei, nei, ég er alls ekkert uppfull af þjóðrembingi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home