laugardagur, október 23, 2004

Frost og snjór heima skilst mér. Hér hefur hitinn hins vegar ekki enn farið undir 5 gráðurnar sem er gleðilegt.
Fór út með Kamran og Hebu í gærkvöldi. Við fórum á einhvern pöb og hittum Rauða kross samstarfsfélaga hennar Hebu. Það var tekið ágætlega á því, nokkuð af bjór og hvítvíni innbyrt og komið við á Kebab spesialisten á leiðinni heim. Þetta fer nú að verða skuggalegt, þriðja helgin í röð sem Bakkus er heiðraður. En það er nú reyndar sök séð með svo til trúlausa mótmælandann mig, verra er það með múslímana tvo sem bæði drekka og fornikeita og það á ramöddunni. Ég er svo yfir mig, yfir mig hneyksluð.
Annars reyndi einhver róni að espa Kamran upp með einhverju al-kaida tali í gær. Sem betur fer er hann þroskaðri en svo að láta það fara í sig. Rónanum var hins vegar afar vel við mig, Island, Island, hrópaði hann með stóru brosi. Fólk veit reynar ótrúlega mikið um Frónna hérna, meira en Baunarnir. Næstum allir sem ég hef hitt þekkja einhvern Íslending og í gær hitti ég hann Sven sem hafði átt íslenska kærustu, Þóru, fyrir 10 árum. Hún var víst svoldið wild að sögn stúlkan sú og fór frá sveininum fyrir strák frá Jamæka. Skiljanlega reyndar, maðurinn var óhemju pirrandi og ófrýnilegur mjög.

Noregur fer bara mjög vel með mig. Ég veit að það á eftir að fylgja því söknuður að fara héðan eftir tæpa tvo mánuði. Ég veit líka að ég á eftir að koma hingað aftur. Langar að heimsækja Osló um sumar. Í landsleik milli Dana og Norðmanna í fótbolta myndi ég halda með Norðmönnum. Það er ekki spurning. Kannski ég kaupi norskan fána og taki upp þann sið að flagga 17. maí og segja koseligt í hverri setningu þann daginn. Kannski ætti ég bara að gefa öllum norska peysu og brun ost í jólagjöf í ár. Held reyndar að það samræmist ekki alveg þyngd pyngju minnar og ákvæðum Flugleiða um yfirvigt. En Norge er málið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home