sunnudagur, október 03, 2004

Er að hlusta og horfa á tónleika með Sálinni sem ég keypti á dvd í fríhöfninni á leiðinni út. Einhverra hluta vegna kemur í fyrsta skipti yfir mig söknuður eftir Reykjavíkinni við þessa hlustun. Kannski ekkert skrítið, það er orðið rúmt ár síðan ég bjó í borginni og mér leið ósköp vel þar. Ég sakna daglega lífsins í borg sem maður þekkir vel, sem er svoldið heima. Göngutúrar um gamla vesturbæinn og þingholtin, fyrirdeiti á Nýlendugötunni, djamm á björtum sumarnóttum og jólaljósin. Jólaljósin já. Ég man í fyrra hvað ég hlakkaði til að fara heim og sjá alvöru jólasljós. Það verður fróðlegt að sjá hvort Norsarinn skreyti meira en Daninn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home