sunnudagur, október 10, 2004

Afmælisdeginum hefur að mestu verið varið í þynnku. Fór i teiti í gærkvöldi til Huldu og Max þar sem var kátt á hjalla frameftir öllu. Rauðvín og bjór var drukkið í ótæpilegu magni. Í gær gerðust líka undur og stórmerki, ég fór út og keypti mér föt og meira að segja heilar þrjár flíkur. Varð hreinlega að kaupa mér eitthvað fyrir boðið hjá sendiherranum á miðvikudaginn. Þýðir víst ekki að mæta þar í gallabuxum eða einhverju álíka. Kærastan hefur dekrað ótæpilega við mig í dag, fór sérstaka ferð á McDonalds til að ná í þynnkumat handa mér. Ég kann betur við þessa heldur en þá síðustu. Vonandi skiptir hann ekki þessari út fyrr en ég er farin. Úff, maður er eitthvað þreyttur og þvældur. Maður er örugglega bara að verða of gamall fyrir þetta brölt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með afmælið í fyrradag elsku frænka. Fyrirgefðu að ég hef ekki látið heyra í mér fyrr, en ég hef hreinlega ekkert komist á venjubundna bloggtúrinn minn síðan áður en ég fór út! :o Verð að bæta úr því.

Kær kveðja, þín frænka Heiðrún.

4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home