miðvikudagur, október 27, 2004

Aðeins að stelast til að blogga í vinnunni. Var næstum dottinn á leiðinni í vinnuna í morgun. Komið næturfrost og hitinn var ansi nærri frostmarki í morgun svo það myndaðist ísing.

Allt að gerast í sambandinu góða, ESB. Horfði aðeins í hádeginu á beina útsendingu frá Evrópuþinginu þar sem Borroso fór fram á að aðtkvæðagreiðslu um nýja framkvæmdastjórn yrði frestað. Mönnum ekki vel við ítalska gæjann í nýju stjórninni. Fyndið samt hvað það voru mikil læti þarna, menn berjandi í borðið, grípandi fram í, klappandi og svona. Dóri Blö myndi sko ekki þola slíka hegðun.

Mér er sérdeilis illa við orðið bumbubúi. Margir virðast nota þetta almennt um ófædd börn í móðurkviði. Hef til dæmis séð þetta í jólakorti. Sjálfsagt ekkert verra orð en hvað annað en fer einhverra hluta vegna afskaplega í taugarnar á mér. Við Begga kölluðum Lindu Maríu dóttur Ásu vinkonu á sínum tíma Diddu Dendi. Hættum því svo um leið og hún fæddist enda átti það einhvern veginn ekki við lengur. Ása hefði getað skírt barnið þessu nafni en til allrar hamingju gerði hún það nú ekki.
Annars eru ný börn út um allar trissur þessa dagana. Nokkur komin á þessu ári hjá gömlum bekkjarfélugum úr grunnskóla og menntaskóla og nú er fólk farið að unga út barni númer 2. Í móðurfjölskyldunni eru komin 2 það sem af er árinu ef ég man rétt , von er á einu núna í desember og pabba megin er eitt á leiðinni á næsta ári.
Síðast en ekki síst er von á erfingja hjá einni bestu vinkonu minni í janúar. Það verður sérstaklega ánægjulegt þar sem ég ætla sjálfri mér nokkurs konar frænkuhlutverk þar. Ætlunin er að sækja um stöðu sem "sérlegur ráðgjafi í uppeldi og öllu öðru sem viðkemur Diaqua barninu". Á engilsaxnesku væri stöðuheitið "Honery main consultant in the upbringing of baby Diaqua". Vil ég þó taka fram að engin laun í peningum eða öðrum veraldlegum hlutum verða þegin fyrir þetta framlag mitt. Þótt vissulega ég búist við ríkulegri umbun að öðrum og langtum dýrmætari toga.
Og Begga, ég veit að ég skrifa nafnið ekki rétt, þú leiðréttir mig bara. Ég verð komin með það á hreint fyrir stóru stundina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home