miðvikudagur, september 29, 2004

Notaði mér í fyrsta sinn í dag hið stórsniðuga fyrirbæri hér í borg, bysikkel. Osló borg hefur semsagt tekið upp á því að setja upp hjólastanda víðsvegar um borgina og með þar til gerðu korti getur maður tekið hjól úr einum þessa standa og notað í þrjá tíma. Fékk mér semsagt hjól í dag og hjólaði niður Karl Johan. Ég er reyndar ekki góð að hjóla meðal fjölda gangandi fólks þannig ég fór hægt en það kemur sjálfsagt með æfingunni. Hjólin eru reynar svoldið skondin, lítil dekk en hnakkurinn og stýrið eru hátt uppi, sjálfsagt gert svo fólk af öllum stærðum og gerðum geti notað hjólin góðu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bæ ðe vei, ég vil endilega benda þér á nýjustu myndina mína (B. Underwood), hina kyngimögnuðu "Malibu's Most Wanted". Ég myndi segja að þarna sé ég á hápunkti ferils míns, og yrði ekki hissa á að hreppa Óskarinn fyrir viðvikið, svona svo ég segi sjálfur frá. Yours truly, Blair

2:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home