fimmtudagur, september 09, 2004

Náði ekki að setja inn blogg í gær svo ég nennti ekki að skrifa fyrr en ég vissi að þetta virkaði. Lisa, kærasta meðleigjandans míns Kamrans, sýndi mér sentral Osló í dag. Við löbbuðum í vinnuna mína svo ég rati nú á morgun. Svo kíktum við aðeins á listasafnið þar sem ég sá meðal annars hin frægu verk Munchs en einhverjum eintökum af þeim var stolið um daginn. Eftir stoppuðum við á barnum þar sem hún vinnur og fengum okkur öl. Ölið er svosem ekki ódýrt en þó ekki alveg jafn dýrt og heima enda víst frekar ódýr bjór þarna víst. Norðmennirnir sem ég hef hitt hafa verið mjög næs. Þeir spyrja mikið um Íslandið og hafa að því virðist sérstaklega mikinn áhuga á álfatrú okkar. Svo Noregsvistin byrjar bara vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home